Björn Hjálmarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild á Landspítala (BUGL).
Björn lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1990. Hann lauk sérnámi í barnalækningum frá Sophia barnasjúkrahúsinu í Rotterdam 2000, með smitsjúkdóma barna sem undirsérgrein 2002. Björn hefur starfað á BUGL frá 2013. Björn hlaut sérfræðiviðurkenningu í barna- og unglingageðlækningum árið 2017. Björn hefur verið settur yfirlæknir á BUGL síðastliðið ár. Hann leggur höfuðáherslu á að stytta biðlista eftir þjónustu á BUGL, stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri vinnustaðamenningu og efla vísindastarf.
Leit
Loka