Framkvæmdastjórn Landspítala hefur sett spítalanum ný loftslagsmarkmið og áætlun í umhverfismálum til ársins 2025.
„Landspítali setti sér umhverfisstefnu 2012 um að vera til fyrirmyndar og hefur náð árangri í að draga úr umhverfisáhrifum sínum á ýmsum sviðum. Fyrir það hefur hann hlotið viðurkenningar. Starfsáætlun umhverfismála Landspítala byggir á stefnu spítalans, gildir út árið 2025 og sýnir brýnustu verkefni spítalans í að vinna að kolefnishlutlausri heilbrigðisþjónustu.“ (Runólfur Pálsson forstjóri í inngangi)
Í nýjum loftslagsmarkmiðum Landspítala er meðal annars þetta:
- Árið 2030 verður starfsemi sem Landspítali stjórnar kolefnishlutlaus
- Árið 2040 verður starfsemi sem Landspítali getur haft áhrif á kolefnishlutlaus
- Árið 2040 er ferðast til og frá Landspítala án kolefnisspors
- Árið 2030 mun Landspítali endurnýta og gera við allt sem hægt er
- Árið 2040 mun Landspítali ekki framleiða úrgang, auðlindir verða notaðar innan hringrásarhagkerfis
Umhverfisáherslur Landspítala eru þríþættar:
1. Kolefnishlutlaus heilbrigðisþjónusta
- Unnið er að loftslagsúrbótum og betri framtíð með áherslu á vistvænar samgöngur, að draga úr áhrifum
svæfingagasa og kælimiðla.
2. Enginn úrgangur
- Unnið er að eflingu hringrásarhagkerfis með áherslu á minni sóun, meira margnota, orkusparnað, vistvænar
innkaupakröfur og flokkun úrgangs.
3. Heilbrigt umhverfi
- Draga úr umhverfisáhrifum vegna efnanotkunar og stuðla að sjálfbærri virðiskeðju lyfja.
Lykilverkefni:
- Efla hlut vistvænni ferðamáta
- Minnka áhrif vegna ferða spítalans
- Minnka áhrif vegna svæfingagasa
- Minnka áhrif vegna jarðefnaeldsneytis
- Minnka áhrif HFC gasa
- Auka flokkun úrgangs og minnka sóun
- Auka vistvæn innkaup
- Umhverfisvænni byggingar
- Bæta nýtingu á rafmagni og heitu vatni
- Efla miðlun upplýsinga um umhverfismál
- Ábyrg efnanotkun
- Ábyrg meðferð lyfja