Áróra Rós Ingadóttir hefur verið ráðin deildarstjóri næringarstofu Landspítala.
Áróra lauk námi í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2012, MsC 2014 og síðan doktorsnámi 2018. Hún er lektor í klínískri næringarfræði við matvæla og næringarfræðideild HÍ og hefur verið aðstoðardeildarstjóri næringarstofu Landspítala frá 2021. Hún hefur birt þónokkurn fjölda vísindagreina og er auk þess með víðtæka reynslu í kennslu og þjálfun nemenda og stjórnendareynslu. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Áróra tekur við deildarstjórastarfinu af Ingibjörgu Gunnarsdóttur þann 1. júlí 2023.