Innkaupasamtökin í norræna samráðvettvangnum um lyfjamál (Nordisk Lægemiddel Forum, NLF) hafa samþykkt sameiginlegar verklagsreglur og viðmið fyrir sameiginleg samnorræn samningskaup á nýjum lyfjum. Markmiðið er hagstæðara og sjálfbærara verð og að ný lyf verði innleidd fyrr.
Nýju verklagsreglurnar byggja á þeirri reynslu sem löndin hafa öðlast í samnorrænum samningskaupaviðræðum sem þegar hafa átt sér stað. Í apríl 2023 samþykkti norræni samráðsvettvangurinn sameiginlega stefnu um skapandi lausnir í samvinnu um lyfjaútboð, öryggt framboð lyfja og sterka norræna rödd á evrópskum vettvangi. Verklagsreglurnar og viðmiðin um samningskaupin á nýjum lyfjum sem nú eru samþykkt eru byggð á þeirri stefnu.
Sjá nánar:
Nordiskel land styrker fælles forhandlingar - Amgros
Nordiske land styrker felles forhandlinger - Sykehusinnkjöp (sykehusinnkjop.no)