Auglýst er eftir gæðastjóra Landspítala og rennur frestur til að sækja um út mánudaginn 17. júlí 2023.
Áhugaverð vinna á sér stað í gæðamálum Landspítala þessi misserin, breytingar felast í því að stórbæta samhæfingu á gæðakerfi spítalans og stefna að frekari vottunum. Nýlega var auglýst ný staða gæðastjóra Landspítala sem mun bera heildarábyrgð á gæðamálum spítalans, stærsta vinnustaðar landsins. Auk þess verður innleidd ný hugbúnaðarlausn, CCQ. Í nýju handbókinni er gert ráð fyrir allt að 8.000 gæðaskjölum sem sýnir hversu gæðastarf spítalans er umfangsmikið.
Margar stoðeiningar Landspítala eru með vottanir og faggildingar auk þess sem gæðastjórar sviða eru víða um spítalann í metnaðarfullum störfum. Ljóst er að mjög spennandi verkefni eru framundan með frekari vottunum og umbótum sem skipta miklu fyrir samfélagið enda getur öflugt gæðastarf haft gríðarleg áhrif á gæði vinnu, stöðugleika, þjónustu og áreiðanleika heilbrigðisþjónustunnar.
Í ljósi þess hversu veigamikið hlutverk nýs gæðastjóra verður er kappsmál fyrir Landspítala að fá til liðs við sig öflugan „landsliðsfyrirliða í gæðastjórnun“.
Hér má sjá auglýsingu um stöðuna.