Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri líknardeildar Landspítala frá 1. júlí 2023.
Ólöf Ásdís er hjúkrunarfræðingur BSc frá Háskóla Íslands árið 2002. Hún er með „Post-graduate Diploma in Nursing studies" úr Háskólanum í Cardiff í Wales frá 2011 og nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfu með alþjóðlega D vottun verkefnastjóra frá Endurmenntun HÍ árið 2021.
Hún hefur starfað á nokkrum deildum á Landspítala og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Frá 2015 hefur Ólöf Ásdís starfað við sérhæfða líknarmeðferð, fyrst hjá Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu og frá 2018 á líknardeild.
Ólöf Ásdís hefur verið aðstoðardeildarstjóri á líknardeildinni frá 2022.
Hún er ritari í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð