Anna Bryndís Einarsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir taugalækninga Landspítala frá 1. júlí 2023.
Anna Bryndís útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2010. Hún lauk sérnámi í taugalækningum við Odense Universitetshospital í Danmörku árið 2019. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í taugalækningum hjá Landspítala síðan 2019 og frá 1. júlí 2021 verið settur yfirlæknir taugalækninga Landspítala.
Anna Bryndís hefur sinnt vísindastörfum samhliða starfi og birt fjölda af ritrýndum greinum. Hún lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands í desember 2022.
Anna Bryndís er er formaður Taugalæknafélags Íslands.