Þórir Svavar Sigmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu á Landspítala frá 1. júní 2023.
Þórir lauk læknaprófi frá læknadeild Háskóla Íslands 2006 og sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi 2013.
Þórir varði doktorsritgerð sína „Performance of the revised Capnodynamic method for cardiac output monitoring“ við Karolinska Institut í Svíþjóð árið 2019.
Þórir starfaði sem yfirlæknir á Karolinska sjúkrahúsinu frá 2019 og sem stjórnandi á svæfingadeild spítalans frá árinu 2020 ásamt því að sinna klínískri vinnu og áframhaldandi rannsóknum.