Helgi Kr. Sigmundsson hefur verið ráðinn yfirlæknir meltingarlækninga á Landspítala frá 1. ágúst 2023.
Helgi lauk læknapróf frá læknadeild Háskóla Íslands 1993 og sérnámi í lyf- og meltingarlækningum 2004 frá Case Western Reserve University School of Medicine Cleveland, Ohio.
Helgi starfaði sem yfirlæknir lyflækninga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða frá 2004-2013 og var settur lækningaforstjóri hennar 2012-2013.
Helgi hefur starfað sem sérfræðingur í meltingarlækningum á St.Mary’s Medical Center og við HIMG, Huntington í Vestur Virginíu frá október 2013. Hann hefur reynslu af klínískri kennslu og þjálfun og leggur áherslu á teymisvinnu.