Rannsóknarsjóður rannsóknarstofu kvenna- og barnaþjónustu auglýsir styrki til rannsókna á sviði fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræða.
Frestur til að sækja um rennur út á miðnætti 10. september 2023.
Stofnfé sjóðsins er gjöf frá Minningargjafasjóði Landspítala Íslands og fjárframlög einstaklinga og lögaðila, gjafir, styrkir og áheit sem tengd eru starfsemi rannsóknarstofunnar. Sjóðnum er ætlað að efla rannsóknir og sérfræðiþekkingu á sviðinu með því að veita fjárstyrki til:
- rannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu,
- meistara- eða doktorsverkefna,
- þróunarverkefna svo sem forrannsókna (pilot) og gerðar spurningalista/matskvarða fjölskyldufræða,
Veittir verða þrír styrkir að hámarki 1 milljón króna ásamt minni styrkjum. Úthlutun verður í tengslum við ráðstefnuna „Fjölskyldan og barnið“ í nóvember 2023.
- Umsókn er skilað á rafrænu umsóknarformi rannsókna- og styrkumsjónakerfis Landspítala.
- Ítarlegar upplýsingar um gerð umsókna og mat á þeim