Landspítali og Krabbameinsfélagið standa sameiginlega að málþingi þar sem íslenskir og erlendir fyrirlesarar fjalla um eftirlit með einstaklingum sem vitað er að eru í hárri áhættu að fá briskrabbamein, stöðuna hér á landi og fleira.
Yfirskrift málþingsins er „Briskrabbamein og eftirlit með einstaklingum í hárri áhættu.“
Málþingið verður á Nauthóli fimmtudaginn 14. september 2023 milli kl. 14:00 og 17:00 og eru allir velkomnir.
Nauðsynlegt er að skrá sig hér.
Um 40 manns greinast með briskrabbamein árlega á Íslandi og svipaður fjöldi deyr úr sjúkdómnum á hverju ári. Afar brýnt er því talið að finna leiðir til að auka lifun þeirra sem fá briskrabbamein, meðal annars með því að greina meinin snemma, þegar skurðaðgerð er líkleg til árangurs.