Rannsóknarstofa HÍ og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) er með eftirtalda fræðslufundi á haustmisseri 2023.
Fundirnir eru haldnir í kennslusal á 7. hæð á Landakoti kl. 15:00-15:30 og auk þess í beinu streymi á Facebook Landspítala.
Fræðslufundirnir eru skráðir í vefdagatal Landspítala á www.landspitali.is.
7. september
"Það er eiginlega allt slegið úr höndunum á manni". Líðan eldra fólks sem fær félagslega heimaþjónustu í Kópavogi.
Katrín Knudsen félagsráðgjafi.
5. október
Einstaklingsmiðuð nálgun við umönnun íbúa á Hrafnistu og færniþjálfun starfsmanna í samskiptum við íbúa.
Jóhanna Gilsdóttir atferlisfræðingur.
2. nóvember
Einmanaleiki veikburða aldraðra.
María B. Steinarsdóttir líffræðingur, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
7. desember
Virkni og vellíðan eldri einstaklinga.
Eva Katrín Friðgeirsdóttir & Fríða Karen Gunnarsdóttir, verkefnastjórar Virkni og Vellíðan. Kristján Valur Jóhannsson meistaranemi í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Fræðslunefnd: Hlíf Guðmundsdóttir, Konstantín Shcherbak, Hrafnhildur Eymundsdóttir, Hanna Steinunn Streingrímsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir.
Rannsóknarstofa HÍ og LSH í öldrunarfræðum - vefsíða