Norræn ráðstefna um áfengi og lýðheilsu verður haldin á Grand hótel Reykjavík 19. september 2023. Heilbrigðisráðuneytið stendur að ráðstefnunni í samvinnu við Embætti landlæknis.
Ráðstefnan um áfengi og lýðheilsu er meðal viðburða sem heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Hún fer fram á ensku og ber yfirskriftina „Alcohol and Public Health in the Nordics.“
Fyrirlesarar á ráðstefnunni koma víða að og búa að ríkri þekkingu og reynslu á sviði rannsókna og stefnumótunar á áfengismálum og í forvörnum.
Aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesara, dagskrá og skráningu.