Ágústa Hjördís Kristinsdóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri bráðamóttöku Landspítala frá 15. september 2023.
Ágústa Hjördís lauk Bsc í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2004, meistaranámi í hjúkrun frá University of California 2008, starfsnámi til sérfræðiréttinda í bráðahjúkrun við Landspítala 2011 og diplóma í þróunarfræðum við Háskóla Íslands 2017.
Ágústa Hjördís hefur starfað sem settur deildarstjóri á bráðamóttöku frá því í nóvember 2023. Ágústa Hjördís starfaði sem sérfræðingur í hjúkrun áður en hún tók við sem deildarstjóri á bráðamóttöku og hefur langa starfsreynslu í bráðhjúkrun innan Landspítala. Hún hefur unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum og eflingu bráðahjúkrunar innan og utan Landspítala.
Ágústa Hjördís hefur áralanga reynslu af kennslu innan Landspítala og við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, tekið virkan þátt í fræðastörfum og m.a. verið formaður undirbúningsnefndar „Bráðadagsins“ sem er ein stærsta ráðstefna hérlendis innan bráðafræða.
Hún hefur starfað sem sendifulltrúi Rauða krossins í Bangladess, Haíti og Nepal.
Ágústa Hjördís leggur áherslu á umbóta- og öryggismenningu innan Landspítala sem og samvinnu, teymisvinnu og uppbyggingu mannauðs.