Með VATS í skurðaðgerðum á Landspítala við lungnakrabbameini næst styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun.
Um árangur af VATS-aðgerðum er fjallað á vef Krabbameinsfélagsins og mikilvægi rannsókna og stuðnings fyrir framþróun í lungnakrabbameinslækningum af þessu tagi.
Í VATS-aðgerð er notuð brjóstholssjá og farið með sérstaklega hönnuð verkfæri milli rifbeinanna gegnum lítil göt í stað þess að glenna rifin sundur.
Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel
- Framfaraskref í baráttunni gegn lungnakrabbameini