Vísindavaka Rannís verður haldin í Laugardalshöll laugardaginn 30. september 2023 frá kl. 13:00 til 18:00 þar sem fólk getur kynnt sér vísindin á lifandi hátt.
Landspítali er meðal þátttakenda á vísindavökunni:
- Að vera eða ekki vera-það er veruleikinn - Heilbrigðistæknisetur Landspítala og Háskólans í Reykjavík: Hvernig er hægt að nota 3D, aukinn veruleiki og sýndarveruleiki í heilbrigðisþjónustu.
- Hjartahnoð og hermikennsla: Hvernig björgum við mannslífi með hjartahnoði og hvaða nýjasta tækni er notuð við að kenna umönnun sjúklinga?
- Ertu með lífsmarki? Lífsmarkamælingar á gestum og gangandi.
- Mína og Draumalandið - Samstarf Landspítala og Núnatrix. Notkun tölvuleikja til að fræða og efla skilning barna á svæfingu.
- Ertu í jafnvægi? - Jafnvægisþjálfun með hjálp tölvuleikja við sjúkraþjálfun á Grensásdeild.
Myndir af líflegum Landspítalabásum á Vísindavöku Rannís 2022.