Rannsóknastofa í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum stendur fyrir ráðstefnu 22. nóvember 2023 í Hringsal á Landspítala.
Kallað er eftir ágripum vegna þessarar haustráðstefnu og þarf að skila þeim í síðasta lagi 23. október.
Ráðstefnan er opin öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Hún er vettvangur fyrir virkt samtal og veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræða.
Nánar á vefsíðu haustráðstefnunnar þar sem eru einnig upplýsingar um ráðstefnuna á ensku /English.