Sigurdís Ólafsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildastjóri á öldrunarlækningadeild I frá 1. október 2023.
Sigurdís lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Eftir útskrift starfaði hún m.a. á meltingardeild og gjörgæsludeild á Landspítala auk þess hefur hún unnið á hágæsludeild í Noregi. Frá 2021 var Sigurdís aðstoðardeildarstjóri á Vífilsstöðum þar til hún flutti sig yfir á Landakot og varð hluti af teymi sem vann að opnun nýrrar deildar á Landakoti, öldrunarlækningadeild I, haustið 2022. Hún hefur verið settur deildarstjóri þar frá opnuninni.
Sigurdís hefur mikinn áhuga og metnað fyrir öldrunar- og endurhæfingarhjúkrun. Hún situr í stjórn fagdeildar öldrunarhjúkrunarfræðinga ásamt því að vera í stjórn fagráðs öldrunarhjúkrunar. Áherslur hennar eru á umbótastörf og öryggismenningu ásamt jákvæðu og hvetjandi umhverfi fyrir starfsfólk, skjólstæðinga og aðstandendur þeirra.