Margt af fremsta tónlistarfólki landsins kemur fram á stórtónleikum sem Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember 2023 til styrktar BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítala, Umhyggju og líknarsjóði Fjörgynjar. Tónleikarnir hefjast kl. 19:30.
Eftirtaldir listamenn koma fram og styrkja verkefnið:
Karlakórinn Fóstbræður (stjórnandi Árni Harðarson), Baggalútur, Ellen Kristjánsdóttir, Frikki Dór, Gissur Páll Gissurarson, Guðrún Árný Karlsdóttir, Jógvan Hansen, Systur, Dísella Lárusdóttir, Emmsjé Gauti, Geir Ólafsson, Greta Salóme, Helgi Björnsson, Rebekka Blöndal.
Undirleikarar: Lára Bryndís Eggertsdóttir, Matthías Stefánsson og Andrés Þór Gunnlaugsson.
Miðasala: Á tix.is
Miðaverð: 7.000 krónur.
Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi hefur um árabil staðið fyrir tónleikum sem þessum og aðsóknin hefur alltaf verið mikil. Fjörgyn hvetur alla, sem tök hafa á, að tryggja sér miða á tónleikana og hlýða á tónlistarfólkið í einni stærstu kirkju landsins við mjög góðar aðstæður, um leið og stutt er við gott málefni.