Niðurstöður könnunar sem hafin er meðal barnshafandi um gæði áhættumats í meðgönguvernd og viðhorf til lyfjainntöku á meðgöngu verða nýttar til að bæta þjónustu við foreldra. Könnuninni er nafnlaus og óháð því hvort lyf eru tekin.
Hlekkur á könnunina: https://redcap.link/medgonguvernd.
Fyrir könnuninni standa vísindamenn á Landspítala í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Rannsóknin er gerð með leyfi Vísindasiðanefndar.
Þess er vænst að könnunin nái til sem flestra barnshafandi á Íslandi.
Nánari upplýsingar: Ef spurningar vakna vegna rannsóknarinnar er hægt að senda ábyrgðarmanni hennar, Jóhönnu Gunnarsdóttur fæðingarlækni, tölvupóst - johagunn@landspitali.is.