Frá Nýjum Landspítala ohf.:
„NLSH þykir leitt að tilkynna að því miður hefur komið í ljós að ekki verður unnt að opna Hrafnsgötu aftur fyrir bílaumferð fyrr en framkvæmdum við tengigöng meðfram bílakjallara verður lokið. Vonast var til að nægjanlegt yrði að loka götunni tímabundið, eins og fram kom í samskiptum NLSH og LSH vegna málsins í ágúst síðastliðnum. Því miður rættist svo von ekki. Ástæða lokunar var og er hættulegt úrrennsli úr brattri brún grunns Meðferðarkjarna. Þetta úrrennsli er það nálægt mótum Meðferðarkjarna og bílakjallara að ekki er hægt að styrkja og ganga frá þessum veikleika fyrr en tengigöng meðfram bílakjallara hafa verið steypt. Áfram verður hægt að ganga og hjóla þessa leið.“