Minningargjafasjóður Landspítala Íslands hefur fjármagnað 130 loftdýnur sem afhentar voru á Landspítala nýlega. Loftdýnurnar eru tvenns konar, annars vegar með mótor sem eru ætlaðar sjúklingum sem eru í mikilli hættu á að fá þrýstingssár og svo án mótors, sem eru ætlaðar sjúklingum sem eru ekki í eins mikilli hættu. Að auki er verið að skipta út öllum eldri svampdýnum á spítalanum en 400 nýjar svampdýnur voru keyptar og teknar í notkun.
Í meðfylgjandi myndbandi er sagt nánar frá dýnunum og mikilvægi þeirra í baráttunni við þrýstingssár.
Viðmælendur í myndskeiði:
Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar
Hulda Margrét Valgarðsdóttir, verkefnastjóri þrýstingssáravarna Landspítala