Alþjóðlegur dagur næringar var haldinn fimmtudaginn 9. nóvember en í tilefni dagsins framkvæmdu næringarfræðingar Landspítala ásamt nemum í klínískri næringarfræði mat á áhættu á vannæringu hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala.
Skimun af þessu tagi er reglulega framkvæmd á spítalanum enda vannæring sjúklinga algengt vandamál sem getur oft haft í för með sér lengri sjúkrahúslegu með tilheyrandi óþægindum fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra.
Markmiðið með alþjóðlegum degi næringar er að vekja athygli á vannæringu á sjúkrastofnunum og mikilvægi þess að meta áhættu á vannæringu hjá inniliggjandi sjúklingum. Meðfylgjandi eru nokkrar myndur af næringafræðum Landspítala ásamt nemum í klínískri næringafræði við störf á alþjóðlegum degi næringar.