Það getur tekið á að horfa til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Landspítali og Þjóðkirkjan bjóða syrgjendum til samveru í Háteigskirkju 30. nóvember kl. 20:00. Tilgangurinn er að koma saman og eiga nærandi stund, hlusta á fallega tónlist og uppörvandi texta.
Kirkjugestum gefst færi á að tendra kertaljós á minningarstund. Sr. Hjördís Perla Rafnsdóttir, sjúkrahúsprestur stýrir samverunni.
Samveran er öllum opin og verður táknmálstúlkuð.
Dagskrá
Katrín Halldóra Sigurðardóttir flytur nokkur lög við undirleik Hjartar Ingva Jóhannessonar.
Nanna Briem framkvæmdastjóri geðþjónustu Landspítala les ljóð.
Sr. Ingólfur Hartvigsson, sjúkrahúsprestur flytur hugvekju.
Kordía, kór Háteigskirkju, flytur fallega tónlist undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur.
Léttar veitingar verða í boði eftir samveruna.