Hlíf Steingrímsdóttir, sérfræðilæknir í blóðlækningum og yfirlæknir á þróunarsviði Landspítala er nýr formaður lyfjanefndar Landspítala.
Ný lyfjanefnd er í heild þannig skipuð:
Aðalmenn:
Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir, formaður
Gerður María Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, varaformaður
Gerður Beta Jóhannsdóttir, deildarstjóri gigtarþjónustu
Pétur S. Gunnarsson, klínískur lyfjafræðingur
Arnþrúður Jónsdóttir, lyfjafræðingur, MBA
Örvar Gunnarsson, lyf- og krabbameinslæknir
Ragnar Grímur Bjarnason, yfirlæknir
Varamenn:
Signý Vala Sveinsdóttir, lyf- og blóðmeinalæknir, PhD
Sif Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur, heilsuhagfræðingur
Guðrún I. Gylfadóttir, lyfjafræðingur
Guðríður K. Þórðardóttir, sérfræðingur í hjúkrun
Gylfi Óskarsson, barna- og hjartalæknir, PhD
Anna María Þórðardóttir, sérfræðingur í hjúkrun
Eva Ágústsdóttir, verkefnastjóri
Lyfjanefnd Landspítala er skipuð til fimm ára í senn. Þess er gætt að innan nefndarinnar séu aðilar sem búa yfir víðtækri þekkingu á klínískri læknisfræði, klínískri lyfjafræði, hjúkrun, siðfræði og fjármálum heilbrigðismála. Varamenn eru skipaðir á sama hátt. Nefndin tekur meðal annars ákvörðun um notkun lyfja á opinberum heilbrigðisstofnunum, þ.m.t. leyfisskyldra lyfja, meta hvort og með hvaða hætti lyf gagnast sjúklingum og útbýr leiðbeiningar og forgangslista lyfja með tilliti til fjárheimilda vegna innleiðingar lyfja og notkunar þeirra í heilbrigðisþjónustu. Jafnframt er hlutverk nefndarinnar að útbúa og hafa umsjón með lyfjalista fyrir opinberar heilbrigðisstofnanir.