Landspítali leggur mikla áherslu á nýsköpun og vill auka vægi stafrænna lausna í starfsemi sinni. Spítalinn vinnur með mörgum öflugum nýsköpunarfyrirtækjum að spennandi lausnum sem snúa til dæmis að auknu öryggi sjúklinga og betri nýtingu mannafla og fjármagns.
Ef þú hefur áhuga á að þróa spennandi lausnir fyrir heilbrigðiskerfið er lausnamót Heilsutækniklasans tilvalinn vettvangur.
Landspítali er samstarfsaðili Heilsutækniklasans og hefur sett fram áskoranir sínar fyrir Lausnamót klasans 2024. Sjá hér: htk.is/lausna1rmotid.
Umsóknarfrestur fyrir þátttakendur er til 1. febrúar 2024 og stefnt er að því að ljúka vali á þátttakendum fyrir lok febrúar.