Landspítali stóð fyrir námskeiði fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla um sykursýki skólabarna á dögunum þar sem farið var ítarlega yfir þarfir þeirra í skóla og frístund og hvernig haga mætti stuðningi við þau og fjölskyldur þeirra.
Á námskeiðinu var fjallað um sykursýki barna, þarfir þeirra á löngum skóladegi. Kynntar voru meðal annars aðferðir við að meta blóðsykur og gefa insúlín, fjallað var um lágan og háan blóðsykur, einkenni, viðbrögð, og áhrif hreyfingar á blóðsykur. Næringarráðgjafi fjallaði um hollt og gott fæði fyrir börn með sykursýki.
Að lokum vou umræður um blóðsykurstjórnun á skólatíma og kynnt tillaga að samstarfi milli forráðamanna barns og starfsfólks skólans.
Góð þekking starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila gegnir lykilhlutverki í að tryggja vellíðan og heilsu barna með sykursýki.
Hér fyrir neðan er upptaka af námskeiðinu:
Skólabörn og sykursýki from Landspítali on Vimeo.