Starfsfólk og stjórnendur Háþrýsti-og Köfunarlækningadeildar Landspítala bjóða heilbrigðisstarfsfólki og almenningi öllum að heimsækja deildina og kynna sér starfsemi hennar.
Starfsfólk deildarinnar mun taka vel á móti gestum og fræða um þá meðferð sem þar er veitt. Gestum mun einnig gefast kostur á að skoða glænýjan háþrýstiklefa sem notaður er á deildinni.
Dagskráin er sem hér segir:
Opið hús einungis fyrir starfsfólk LSH: Þriðjudaginn 23.jan frá kl. 12:00 til 14:30
- Fræðslustund
- Köfun niður á nokkra metra dýpi kl. 12:40
- Sýnt verður hvernig klefinn vinnur í köfunarveikitilfellum kl. 13:00
Opið hús fyrir alla: Fimmtudaginn 25.jan. frá kl. 12:00 til 18:00
- Fræðslustund
- Kafanir niður á nokkra metra dýpi kl. 13:00/14:00/15:00/16:00/17:00
Opið hús fyrir alla: Föstudaginn 26.jan. frá kl. 12:00 til 15:30
- Fræðslustund
- Köfun niður á nokkra metra dýpi kl. 14:00
Deildin er staðsett í Fossvogi, nánar tiltekið E2
Við Háþrýsti-og Köfunarlækningadeild starfa læknar, hjúkrunarfræðingar og tæknimenn, öll sérhæfð í súrefnislækningum. Deildin er sú eina á öllu Norður-Atlandshafssvæðinu og sinnir því öllum neyðartilfellum á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, auk tilfella frá herstöðvum innan þess svæðis.
Í klefanum eru daglegar skipulagðar meðferðir auk bakvakta allan sólarhringinn fyrir neyðartilfelli. Það eru aðallega köfunarveikitilfelli, koltvísíringseitrun og brunatilfelli.
Háþrýstisúrefnismeðferdin sem veitt er á deildinni eykur súrefnið í öllum vefjum líkamans en sjúklingar anda 100% súrefni í gegnum grímu í háþrýstiklefa sem settur er undir þrýsting. Þessi meðferð virkar vel á langvinn sár sem ekki gróa eins og hjá sykursýkissjúklingum en einnig sár sem myndast hjá fólki sem er í geislameðferðum. Deildin meðhöndlar einungis tilfelli sem samþykkt eru samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og klínískum leiðbeiningum.