Heilaslag er ein af algengustu dánarorsökum í heimi og leiðir einnig oft til fötlunar. Mikilvægt er að sjúklingar komist sem fyrst undir læknishendur og því er æskilegt að fólk þekki einkenni heilaslags, sem eru sjóntruflanir, lömun útlima, andlitslömun og taltruflanir.
Á Landspítala er unnið eftir skýrum verkferlum í þjónustu við sjúklinga með heilaslag, líkt og fjallað er um í meðfylgjandi myndbandi þar sem rætt er við Önnu Bryndísi Einarsdóttur, yfirlækni taugalækninga, og Ragnheiði Sjöfn Reynisdóttur, deildarstjóra taugalækningadeildar.
Taugalækningadeild Landspítala og Heilaheill, ásamt öðrum heilbrigðisstofnunum, vinna saman að því að reyna að draga úr fjölda slagtilfella, í samræmi við aðgerða áætlun Evrópsku slagsamtakanna gegn heilaslagi.
Skýrt verklag við grun um heilaslag from Landspítali on Vimeo.