Birgir Magnússon hefur verið ráðinn deildarstjóri hjartarannsóknarstofu á hjarta-, æða- og krabbameinsþjónustu Landspítala. Á hjartarannsókn vinnur samhent teymi lífeindafræðinga, náttúrufræðinga og sjúkraliða. Meðal rannsókna sem framkvæmdar eru á hjartarannsókn eru eftirlit á gang- og bjargráðum, úrvinnsla á gögnum hjartasírita og hjartalínurit.
Birgir lauk MS-gráðu í lífeindafræði frá Háskóla íslands árið 2020 og hefur starfað síðan á hjartarannsóknarstofu sem lífeindafræðingur og verið staðgengill deildarstjóra.
Hann tekur við stöðunni 1. febrúar 2024.
„Frá því að ég hóf starf fyrst á hjartarannsókn sumarið 2017 hef ég haft brennandi áhuga á öllum þeim verkefnum sem fara fram á deildinni. Það er því mér mikill heiður að fá að taka við keflinu að stýra deildinni inn í framtíðina og ég mun gera mitt allra besta í þágu skjólstæðinga okkar á hjartarannsókn.“