Már Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bráða- lyflækninga og endurhæfingaþjónustu. Þetta er nýtt svið sem varð til í skipulagsbreytingum sem kynntar voru fyrir skömmu á Landspítala en með breytingunum voru lyflækninga- og bráðasvið annars vegar og öldrunar og endurhæfingasvið hins vegar sameinuð í eitt.
Már lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1984, sérfræðinámi í lyflækningum frá New Britain General Hospital og University of Connecticut árið 1990 og sérfræðinámi í smitsjúkdómalækningum frá Boston University Medical Center árið 1993. Hann hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1993 og hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum, síðast starfi framkvæmdastjóra lyflækninga- og bráðasvið en þar áður var hann yfirlæknir smitsjúkdómalækninga og formaður í farsóttanefnd spítalans.