Hópurinn frá Landspítala var fenginn af verkefninu meðal annars vegna víðtækrar reynslu af rannsóknum á lifrasjúkdómum en Einar Stefán Björnsson prófessor og yfirlæknir á spítalanum hefur rannsakað meltingarsjúkdóma um árabil og verið í fararbroddi í slíkum rannsóknum hér á landi.
Sem fyrr segir snýr verkefnið að skimun hjá viðkvæmum hópum sem ekki hafa greiðan aðgang að læknisþjónustu. Í Rúmeníu eru slíkir hópar oft búsettir í dreifðari byggðum og af Roma uppruna. Í skimuninni var reynt að kortleggja tíðni langvinnra lifrasjúkdóma í þessum hópum en koma jafnframt einstaklingum undir læknishendur eftir atvikum.
Skimun langvinnra lifrasjúkdóma í áhættuhópum skiptir miklu máli því meðferð getur verið flókin og kostnaðarsöm ef sjúkdómurinn greinist seint.
Framlag sérfræðinga Landspítalans í verkefninu er fyrst og fremst ráðgefandi. Auk Einars Stefáns voru í hópnum Magnús Gottfreðsson yfirlæknir vísindadeildar Landspítala, Sigurður Ólafsson meltingarlæknir og Eyrún Steinsson fjármálstjóri en þau áttu samstarf við lækna á sjúkrahúsi í borginni Cluj, sem er sú næst stærsta í Rúmeníu.
Rannsóknarverkefnið er fjármagnað með sérstökum EES styrk.
Á myndinni hér að ofan má sjá hópinn frá Landspítala ásamt rúmenskum kollegum. Frá vinstri: Magnús Gottfreðsson, Einar Stefán Björnsson og Sigurður Ólafsson. Eyrún Steinsson er önnur frá hægri.