Bókin er hugsuð sem handbók fyrir fólk sem hefur verið greint með geðhvörf en einnig sem upplýsingarit fyrir aðstandendur og starfsfólk. Í bókinni er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við persónulegar frásagnir og greint er frá bæði meðferðarmöguleikum og bjargráðum.
Í meðfylgjandi myndbandi segir Guðmunda Sirrý Arnardóttir, einn höfunda, frá efni bókarinnar, og Sævar Þór Sævarsson, sálfræðingur í geðhvarfateymi Landspítala, fjallar um hvernig bókin nýtist í starfi innan geðþjónustunnar.
Geðhvörf fyrir byrjendur er til sölu í afgreiðslunni á Kleppi en henni verður einnig dreift á bókasöfn á höfuðborgarsvæðinu von bráðar.
Bók um geðhvörf from Landspítali on Vimeo.