Stjórnvöld hafa staðið við gefin fyrirheit um að hlífa spítalanum við aðhaldsaðgerðum og hefur það gert stofnuninni kleift að efla þjónustuna samhliða sívaxandi verkefnum. Skurðaðgerðum hefur fjölgað um tæplega 8% milli ára eða um tæplega 1500 aðgerðir. Það þýðir að á Landspítala árið 2023 voru framkvæmdar um þrjátíu fleiri skurðaðgerðir í hverri einustu viku en árið á undan. Einnig hækkaði hlutfall aðgerða sem framkvæmdar eru án sólarhringsinnlagnar. Legum fjölgaði jafnframt um liðlega 4%, þjónusta dag- og göngudeilda jókst um tæplega 8%milli ára. Stafræn vegferð spítalans er einnig í fullum gangi og rafræn samskipti við sjúklinga jukust um 7% milli ára.
Árið 2023 er fyrsta árið þar sem Landspítali fær greitt samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustutengda fjármögnun, sem undirritaður var haustið 2021. Markmiðið með þjónustutengdri fjármögnun er að tengja fjárveitingar við umfang veittrar þjónustu. Í því felst að sé þjónusta veitt umfram áætlanir kemur til sérstakrar fjárveitingar til að mæta kostnaði sem af því hlýst. Á árinu 2023 náði spítalinn markmiðum sem stefnt var að og gott betur, en samkvæmt bráðabirgðauppgjöri var veitt þjónusta um 5% umfram áætlun. Á fjáraukalögum var samþykkt fjárveiting til að standa straum af þessari þjónustuaukningu að hluta og standa vonir til að á komandi árum verði unnin verk umfram áætlun fjármögnuð að fullu samkvæmt áðurnefndum samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Markmið Landspítala er að halda sig ætíð innan fjárheimilda og eiga í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Alþingi þegar ófyrirséð verkefni kalla á aukin útgjöld. Um leið vill spítalinn nýta sínar fjárheimildir vel til að gera góða þjónustu við sjúklinga betri. Árangur spítalans má fyrst og fremst þakka öflugu starfsfólki og góðu skipulagi. Vonir standa til að yfirstandandi skipulagsbreytingar á Landspítala verði til þess að efla þjónustuna enn frekar og auki getu spítalans til að takast á við sívaxandi verkefni.
Árið 2023 er fyrsta árið þar sem Landspítali fær greitt samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustutengda fjármögnun, sem undirritaður var haustið 2021. Markmiðið með þjónustutengdri fjármögnun er að tengja fjárveitingar við umfang veittrar þjónustu. Í því felst að sé þjónusta veitt umfram áætlanir kemur til sérstakrar fjárveitingar til að mæta kostnaði sem af því hlýst. Á árinu 2023 náði spítalinn markmiðum sem stefnt var að og gott betur, en samkvæmt bráðabirgðauppgjöri var veitt þjónusta um 5% umfram áætlun. Á fjáraukalögum var samþykkt fjárveiting til að standa straum af þessari þjónustuaukningu að hluta og standa vonir til að á komandi árum verði unnin verk umfram áætlun fjármögnuð að fullu samkvæmt áðurnefndum samningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Markmið Landspítala er að halda sig ætíð innan fjárheimilda og eiga í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Alþingi þegar ófyrirséð verkefni kalla á aukin útgjöld. Um leið vill spítalinn nýta sínar fjárheimildir vel til að gera góða þjónustu við sjúklinga betri. Árangur spítalans má fyrst og fremst þakka öflugu starfsfólki og góðu skipulagi. Vonir standa til að yfirstandandi skipulagsbreytingar á Landspítala verði til þess að efla þjónustuna enn frekar og auki getu spítalans til að takast á við sívaxandi verkefni.