Spurningalisti sem sjúklingar á leið í aðgerð þurfa svara er nú sendur í Landspítalaappið. Áður fylltu sjúklingar út blað um heilsufar á biðstofu, en nú er þægilegra að geta gert þetta heima hjá sér. Spurningum þarf þó að svara í einni lotu.
Svör berast inn í Heilsugátt og geta allir fagaðilar skoðað þau þar. Markmiðið með því að fá upplýsingarnar áður en sjúklingur mætir er að gera komur skilvirkari og geta hafið undirbúning, t.d. fyrir aðgerðir, fyrr en verið hefur.
Hér má nálgast allar upplýsingar um Landspítalaappið.
Í myndbandinu er rætt við Erlu Dögg Ragnarsdóttur, deildarstjóra 10E og Svein Geir Einarsson, yfirlækni á innskrift svæfingar.
Spurningalisti um heilsufar kominn í Landspítalaappið from Landspítali on Vimeo.