Arna Sif lauk BSc gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2012. Hún hóf störf á Landspítala 2004, fyrst sem starfsmaður, svo sem sjúkraliði og sem hjúkrunarfræðingur frá árinu 2012. Hún hefur starfað á Grensási í ellefu ár og sem aðstoðardeildarstjóri frá miðju ári 2023.
Arna Sif hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Grensás og sótt fjölmörg námskeið innan lands sem utan tengd hjúkrun og hjúkrunarstjórnun. Hún leggur m.a. áherslu á uppbyggingu mannauðs, að öryggis-, gæða og umbótastarfi sér framfylgt og samstarf um framþróun og skilvirkni við samstarfsaðila innan og utan Landspítala.
„Grensásdeild sinnir afar mikilvægu hlutverki er kemur að endurhæfingu sjúklinga eftir ýmiskonar áföll, veikindi eða slys. Ég er full tilhlökkunar og spennt að takast á við ný og krefjandi verkefni með frábæru starfsfólki Grensásdeildar.“