Berglind Aðalsteinsdóttir hjartalæknir er aðalleiðbeinandi Oddnýjar í rannsókninni sem er unnin í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu.
Umræður um sjúkdóminn tengjast oft íþróttum þar sem dæmi eru um að ungt og hraust fólk hefur dottið niður og fengið hjartaáfall, jafnvel í miðjum keppnisleik.
Um 90% Íslendinga sem greinast með sjúkdóminn á Íslandi bera Landnemastökkbreytinguna MYBPC3 c.927-2A>G. Samkvæmt upplýsingum Íslenskrar erfðagreiningar eru um 1.200 arfberar stökkbreytingarinnar á Íslandi en einungis um 200 þeirra eru með þekktan sjúkdóm.
Rannsókn Oddnýjar snýr að því að kanna sjúkdómsmynd áður ógreindra arfbera með það að markmiði að koma í veg fyrir skyndidauða og aðrar alvarlegar afleiðingar sjúkdómsins.
Rannsóknin er þegar komin af stað en vænta má fyrstu niðurstaðna undir lok ársins eða þess næsta.