Hulda útskrifaðist árið 1998 sem hjúkrunarfræðingur frá H.Í. Hún hefur starfað á Landspítalanum frá 1995 og hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum. Hún byrjaði á spítalanum sem nemi á nokkrum deildum, tók svo kjörár eftir útskrift 1998 á B7 og B6 og hefur starfað á skurðlækningaþjónustu allar götur síðan. Hún flutti með B6 á 13 EG árið 2002 og tók þátt í mótun þeirrar deildar.
Dagdeild skurðlækninga við Hringbraut var stofnuð árið 2009 og hefur Hulda starfað þar frá upphafi og tekið þátt í uppbyggingu og þróun deildarinnar. Hún tók við stöðu aðstoðardeildarstjóra dagdeildar árið 2022. Hún hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í gegn um árin þar á meðal sameina fræðsluefni fyrir sjúklinga fyrir almennar skurðlækningar auk þess að hafa tekið þátt í ýmsum verkefnum og vinnuhópum á vegum dagdeildar og sviðsins.
„Dagdeildin er mjög mikilvæg þegar kemur að hjúkrun skurðsjúklinga og styttir legutíma sjúklinga mikið. Við leggjum metnað okkar í að veita sem besta þjónustu og hefur okkur tekist vel til. Ég tek við deild sem ég hef séð þróast frá 2009 og er mjög stolt af þeirri vinnu sem hér er unnin, þeim metnaði sem er hér í hjúkrun. Ég hlakka til að halda áfram þessari góðu vinnu og efla samvinnu við þær deildir sem við erum í samskiptum við.“