Óráð er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð byrjar skyndilega og hefur sveiflukenndan gang.
Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum þeirra sem það fá. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta batahorfur.
Nánari upplýsingar um óráð má nálgast á vef Landspítala.
Alþjóðlegur dagur óráðs
13. mars er alþjóðlegur dagur óráðs (delirium). Dagurinn er haldinn annan miðvikudag í mars ár hvert til að vekja fólk til umhugsunar um óráð og áhrif þess á sjúklinga, fjölskyldur og heilbrigðiskerfi.