Landspítali hefur gengið frá ráðningu í ný störf forstöðulækna, forstöðuhjúkrunarfræðinga og forstöðumanna sem auglýst voru nýlega. Um er að ræða nýjar stöður sem byggja á veigamikilli yfirferð á stjórnskipulagi, stjórnun og getu spítalans til að sinna hlutverki sínu með hagsmuni sjúklinga í öndvegi. Við þessar breytingar eru samhliða lögð niður störf annarra stjórnenda, starfsskyldur færðar til og tvö svið spítalans sameinuð í eitt.
Ný störf forstöðuhjúkrunarfræðinga og forstöðulækna og forstöðumanna eiga að styðja við þjónustu og rekstur klínískra eininga með virkri þátttöku í klínísku starfi. Tvö störf forstöðumanna eiga að stuðla að eflingu vísindastarfs þvert á spítalann og leiða aðkomu Landspítala að uppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut, sem er stærsta verkefnið í heilbrigðissögu þjóðarinnar.
Upplýsingar um þau sem ráðin voru frá og með 1. apríl 2024 má nálgast hér: Forstöðulæknar, forstöðuhjúkrunarfræðingar og forstöðumenn Landspítala er skipuð eftirtöldum