Rögnvaldur er með meistarapróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands, BA-próf í lögfræði frá sömu deild og BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands.
Hann hefur starfað í opinberri stjórnsýslu allan sinn starfsferil og hefur umfangsmikla þekkingu og reynslu á því sviði. Þá hefur hann starfað við fjölbreytt og krefjandi lögfræðileg verkefni sérstaklega á sviði stjórnsýslu heilbrigðismála.
Rögnvaldur hefur starfað sem lögfræðingur hjá vísindasiðanefnd, nefndarmaður í vísindasiðanefnd, lögfræðingur og síðar staðgengill skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu og núna síðast sem framkvæmdastjóri vísindasiðanefndar.
„Landspítali er ein mikilvægasta stofnun okkar Íslendinga og ég er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt og mun takast á við verkefnið að auðmýkt en ákveðni. Það er spennandi að hugsa til þess að vera yfirlögfræðingur slíkrar stofnunar og fá tækifæri til að taka þátt í starfi Landspítala. Ég hlakka til að takast á við og vera í stefnumótun að því er varðar lagalegar áskoranir í fjölbreyttu umhverfi sem þróast hratt.“