Björg lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1999 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla árið 2019.
Björg hóf störf á Landspítala 1994 meðfram námi og sem hjúkrunarfræðingur frá útskrift til ársins 2006. Hún starfaði hjá Heilsuverndarstöðinni ehf. um tveggja ára skeið og kom Björg aftur til starfa á Landspítala 2008. Hún hóf störf sem aðstoðardeildarstjóri á Hjartagátt árið 2011 og sem deildarstjóri á sömu deild frá 2013-2018. Árið 2019 hóf Björg starf sem deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Seltjörn en hefur síðan 2021 starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hjartaþræðingu Landspítala.
Björg hefur víðtæka reynslu frá ýmsum deildum Landspítala sem hjúkrunarfræðingur og stjórnandi auk þess að hafa sótt fjölbreytt námskeið meðfram starfi, aðallega með áherslu á stjórnun.
„Ég hlakka mikið til að takast á við ný og krefjandi verkefni á Skilunardeidinni. Ég mun leggja áherslu á umbótastörf innan deildarinnar, ásamt því að stuðla að jákvæðu og hvetjandi umhverfi fyrir starfsmenn jafn sem skjólstæðinga. Ég mun hafa gæði hjúkrunar, samskipti, virðingu og skýr markmið að leiðarljósi.“