Á Líknardeild Landspítala í Kópavogi dvelja einstaklingar með lífsógnandi og ólæknandi sjúkdóma.
Líknarmeðferð er nálgun sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra sem standa andspænis vandmálum sem fylgja lífsógnandi og ólæknandi sjúkdómum.
Markmið líknarmeðferðar er að fyrirbyggja og lina þjáningar með því að greina snemma, meta vel og meðhöndla verki og önnur líkamleg einkenni, sem og sálræna félagslega og andlega/tilvistarlega þjáningu.
Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera.“ Staðreyndin er að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði.
Á líknardeild starfar þverfaglegur hópur starfsfólks, en þar starfa meðal annars læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfi, sálfræðingur, prestur og sérhæft starfsfólk.
Náin samvinna er á milli Líknardeildar, Líknarráðgjafateymi Landspítala og HERU, sérhæfðri líknarheimaþjónustu Landspítala sem sinnir sjúklingum sem dvelja heima.
Nánari upplýsingar um starfsemi Líknardeildar má nálgast hér.