Í nýútkominni ársskýrslu Eitrunarmiðstöðvar Landspítala kemur m.a. fram að skráð símtöl í eitrunarsímann voru 2.942 talsins en þau voru 2.528 árið áður. Það er aukning um 14% milli ára.
52% fyrirspurna voru vegna lyfjaeitrana og 35% vegna annarra eiturefna. Almennar fyrirspurnir voru 8% og óskráðar 5%.
Þar kemur einnig fram að 8% lyfjaeitrana voru vegna nikótínvara, en þessi tala var 5% árið 2022.