Fjögur ágrip/veggspjöld vísindaverkefna voru verðlaunuð sérstaklega á uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala, Vísindum á vordögum, í Hringsal 23. apríl 2024.
Höfundar verðlaunaágripanna eru Íris Kristinsdóttir, sérnámslæknir, Jenny Lorena Molina Estupiñan, nemi í ónæmisfræði, Kimberley Anderson, náttúrufræðingur og Lára Ósk Eggertsdóttir Cleassen, sérnámslæknir.
Verðlaunin eru styrkur í formi endurgreiðslu á kostnaði vegna kynningar/ferða á verkefnum sínum allt að 150.000 krónur. Fundarstjóri kynnti verðlaunahafana og kynntu þeir veggspjöld sín fyrir gestum og gangandi á veggspjaldasýningunni í kjölfarið og tóku við verðlaunaskjölum.
Verðlaunaveggspjöldin voru valin úr 73 innsendum veggspjöldum vísindarannsókna árið 2024. Vísindaráð hafði veg og vanda við mat ágripa sem bárust og að velja verðlaunahafana.
Íris Kristinsdóttir - Hálskirtlatökur eru tengdar auknum líkum á því að bera meningókokka:
Meningókokkar eru bakteríur sem geta valdið lífshættulegum sjúkdómum, s.s. heilahimnubólgu og sýklasótt, en geta líka verið hluti af eðlilegri bakteríuflóru í hálsi. Enn er margt á huldu varðandi þætti sem hafa áhrif á það hvort fólk beri meningókokka. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hvort hálskirtlatökur hafi áhrif á bólfestu meningókokka. Hálsstrokum var safnað frá 10. bekkingum og menntaskólanemum > 18 ára í nokkrum skólum á Höfuðborgarsvæðinu vorið 2019. Tæp 5% þátttakenda báru meningókokka og um 12% þátttakenda höfðu farið í hálskirtlatöku. Hlutfallslega fleiri þátttakendur sem höfðu farið í hálskirtlatöku báru meningókokka, heldur en þátttakendur sem ekki höfðu farið í hálskirtlatöku. Hálskirtlatökur voru einnig tengdar við auknar líkur á því að bera meningókokka þegar búið var að leiðrétta fyrir aldri, kyni, bólusetningum gegn meningókokkum og nýlegri sýklalyfjanotkun.
Að rannsókninni stóðu Íris Kristinsdóttir, nýdoktor og sérnámslæknir í barnalækningum á Landspítala, Ásgeir Haraldsson, prófessor og Valtýr Thors, barnalæknir. Þessi rannsókn er angi af stærri rannsókn um einkennalausa meningókokka-sýklun hjá börnum, unglingum og ungu fólki á Íslandi, sem var hluti af doktorsverkefni Írisar, og var unnin með samstarfsfólki á Sýkla- og veirufræðideild Landspítala og hjá RIVM og UMC Utrecht í Hollandi.". Íris Kristinsdóttir starfar sem sérnámslæknir í barnalækningum á Landspítala og stundakennari við Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í læknavísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands í október 2023.
Jenny Lorena Molina Estupiñan - CAF08b and mmCT enhance Ab response and promote dose sparing to an influenza vaccine in neonatal mice:
Jenny Lorena Molina Estupiñan er doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands og vinnur að doktorsverkefni sínu hjá rannsóknateymi um bólusetningar á ónæmisfræðideild Landspítala undir stjórn Ingileifar Jónsdóttur prófessors emeríta og Stefaníu P. Bjarnarson dósents. Aðrir meðlimir hópsins eru Poorya Foroutan Pajoohian, doktorsnemi og Auður Anna Aradóttir Pind nýdoktor. Aðalrannsóknarefni hópsins eru takmarkanir í ónæmiskerfi nýbura og hvernig hægt er að yfirvinna þær við bólusetningu, meðal annars með notkun ónæmisglæða og bólusetningum um slímhúð. Hópurinn notast við nýburamúsamódel til rannsókna á ónæmissvörum gegn veirum og bakteríum, og hefur meðal annars rannsakað ónæmissvör gegn pneumókokkum með próteintengdu fjölsykrubóluefni (Pn1-CRM197) og gegn inflúensu með hemagglutinin próteinbóluefni (HA). Veggspjald Jennyjar snýr að skammtasparandi áhrifum ónæmisglæðanna CAF08 og mmCT, þar sem ónæmisglæðar geta aukið ónæmissvör og mögulega minnkað magn bóluefnis sem þarf til þess að ná fram verndandi ónæmi sem minnkar kostnað og nýtir tiltækt magn bóluefna betur.
Í rannsókninni voru nýburamýs bólusettar með hlutaskömmtum af HA blönduðu ónæmisglæðunum CAF08 eða mmCT eða með fullum skammti af HA án ónæmisglæða til samanburðar. Niðurstöðurnar sýndu að með notkun ónæmisglæðanna var hægt að minnka bóluefnaskammt HA um 40-falt með CAF08 og áttfalt með mmCT. Ónæmisglæðarnir eru því efnilegir til skammtaspörunar og minnkunar kostnaðar, sérstaklega þegar framboð bóluefna er takmarkað. Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði og Vísindasjóði Landspítala.
Kimberley Anderson - Unveiling the protective role of androgens in CHD1 deficiency: observations in mice and humans:
Kimberley Anderson completed her Bachelor of Science at the University of New South Wales in Sydney, Australia, with her Honours research year at the Children’s Cancer Institute Australia. She completed her PhD studies at the university of Iceland in the laboratory of Erna Magnúsdóttir, where she investigated mechanisms of transcriptional regulation in multiple myeloma and Waldenströms macroglobulinemia, graduating in 2019. In 2020 she began working as a laboratory manager under Hans Tómas Björnsson at the University of Iceland, and in 2023 she started in her role as a research scientist (nátturufræðingur) at the department of Genetics and Molecular Medicine at Landspítali University Hospital.
Her current research in the laboratory of Hans Tómas Björnsson focuses on the protective role of androgens in the neurodevelopmental disorder Pilarowski-Björnsson syndrome (PILBOS), which is caused by variants in the gene CHD1. PILBOS is an unusual disorder in that the majority of patients are female. Using a mouse model, Kimberley has demonstrated that males are protected from PILBOS features by higher expression of androgens. She has demonstrated in a large human genomic dataset of healthy individuals that males more frequently carry rare missense variants in CHD1, supporting the male protective effect at the population level. These findings provide valuable insight into sex-specific mechanisms in neurodevelopment and point to future therapeutic avenues for PILBOS. Kimberley’s ongoing research together with Hans Tómas Björnsson, and in collaboration with Eirný Þórólfsdóttir, aims to integrate additional genetic and phenotypic patient data to further elucidate the aetiology of PILBOS.
Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen - Möguleg vanstarfsemi heiladinguls eftir heilahristing hjá íþróttakonum. Hverjar þarf að meta nánar?
Á undanförnum árum hefur orðið vitundarvakning um langvinnar afleiðingar heilahristings sem skýrir þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði. Þrátt fyrir að vera útsettari fyrir langvinnum einkennum heilahristings hafa konur verið mun minna rannsakaðar en karlar og því sérstaklega þörf á rannsóknum sem miða að áhrifum heilahristings á konur. Rannsóknin „Afleiðing heilahristings hjá íþróttakonum – möguleg vanstarfsemi á heiladingli, sálfræðileg og taugasálfræðileg áhrif“ er að öllum líkindum fyrsta rannsóknin sem einungis nær til íþróttakvenna.
Rannsóknarverkefnið er samvinnuverkefni á milli Landspítala, Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans í Reykjavík (HR). Eftirfarandi rannsóknarteymi kom að rannsókninni: Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen sérnámslæknir í bráðalækningum og doktorsnemi við HÍ, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir klínískur prófessor við HÍ og sérfræðingur lyflækningum og innkirtla- og efnaskiptalækningum, María Kristín Jónsdóttir prófessor við HR og klínískur taugasálfræðingur, Hafrún Kristjánsdóttir prófessor við HR og klínískur sálfræðingur, Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen doktor í sálfræði frá HR og Sigrún Helga Lund prófessor við HÍ og tölfræðingur.
Rannsóknin var þrískipt og voru fyrstu tveir hlutarnir í umsjá sálfræðinga hjá HR. Í fyrsta og öðrum hluta rannsóknarinnar voru sálfræðileg og taugasálfræðileg áhrif heilahristinga hjá íþróttakonum metin. Markmið þriðja hluta rannsóknarinnar var að meta mögulega vanstarfsemi á heiladingli eftir heilahristing hjá íþróttakonum og var sá hluti rannsóknarinnar í umsjá lækna teymisins. Ítarlega hormónauppvinnsla leiddi í ljós að 12,2% íþróttakvenna reyndust vera með truflun á starfsemi heiladinguls. Uppvinnsla vegna mögulegrar truflunar á starfsemi heiladinguls reynist því mikilvægur hluti af klínísku mati eftir heilahristing, sérstaklega ef einkenni eru alvarleg eða langvinn.