Á hátíðinni var farið yfir síðastliðið ár í vísindastarfi á Landspítala og spáð í spilin fyrir framtíðina. Framúrskarandi vísindafólk var heiðrað, verðlaun veitt og styrkir formlega afhentir.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti hátíðina og meðal annarra fluttu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, erindi á hátíðinni.
Hægt er að nálgast allar upplýsingar um viðburðinn á vef hátíðarinnar.
Á safnsíðu um Vísindi á vordögum í áranna rás og á vefsíðunni Vísindastarf má svo sjá fróðleik um störf vísindafólks síðustu rúma tvo áratugi.
Anton Brink var á viðburðinum og smellti af meðfylgjandi myndum.