Jóhanna útskrifaðist með BSc í hjúkrun frá Háskóla Íslands 1997 og meistaranámi í barnahjúkrun og stjórnun árið 2014. Lauk hún viðskiptafræðiprófi með áherslu á stjórnun árið 2007.
Að námi loknu starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins og hefur verið deildarstjóri á Barnadeild frá 2017.
Jóhanna hefur komið að verklegri kennslu hjúkrunarfræðinema á Barnaspítala og verið í stjórn félag barnahjúkrunarfræðinga og NOBOS sem er félag barnakrabbameinshjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum.
„Ég hlakka mikið til að takast á við ný og krefjandi verkefni á dag- og göngudeild barna. Efla ferliþjónustu til framtíðar og takast á við þær áskoranir sem upp koma og taka þátt í því að gera góða þjónustu enn betri með því öfluga fagfólki sem er þar fyrir.“