Sjónum verður beint að vegferð Landspítala í átt að notendamiðaðri þjónustu þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Fjallað verður um breytingar á skipulagi starfseminnar, tæknibreytingar, umbótaverkefni og þróun læknavísinda, sem allt miðar að því að veita bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Dagskrá ársfundar má sjá í viðburðadagatali Landspítala.
Ársfundur Landspítala er öllum opinn og verður einnig í beinni útsendingu á miðlum Landspítala. Upptaka verður aðgengileg að fundi loknum.
Kaffiveitingar verða í boði í upphafi fundar.
Fundarstjóri: Magnús Gottfreðsson, forstöðumaður vísinda
Umræðustjórn: Andri Ólafsson samskiptastjóri