Markmið átaksins er að hafa áhrif á ferðavenjur fólks og vekja athygli á heilsusamlegum, vistvænum og hagkvæmum ferðamáta til og frá vinnu.
Á Landspítala eru fjölmörg sem ferðast reglulega á hjóli til og frá vinnu og lét starfsfólk ekki sitt eftir liggja þá daga sem átakið stóð yfir.
24 lið frá Landspítala tóku þátt og voru hjólaðir ríflega 10.600 kílómetrar á 20 dögum.
Fjölmennasta lið Landspítala í ár var „Sameindir“ sem var skipað starfsfólki Erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítala.
Í myndbandinu er rætt við Hildi Júlíusdóttur, lífeindafræðing og hjólagarp.
Yfirlit og tölfræði yfir alla vinnustaði má sjá hér.
Úrslit liða Landspítala má sjá hér.
Sameindir hjóla í vinnuna from Landspítali on Vimeo.