Í flokknum Öryggi voru heiðraðar þær Hildur Helgadóttir, Kristín Katla Swan og Þórdís Friðsteinsdóttir, sem skipa þriggja manna teymi innlagnastjóra.
Starf innlagnastjóra snýst um að samræma innlagnir á spítalanum á hverjum degi og stýra flæði sjúklinga frá bráðamóttöku, erlendis frá, af göngudeildum, og svo framvegis. Starfið er annasamt og krefjandi, enda ábyrgð innlagnastjóra mikil, og eru innlagnastjórar þeir einu sem hafa heildarsýn yfir þetta flæði.
Umsögn valnefndar: „Innlagnastjórar stýra flæði sjúklinga og þrátt fyrir krefjandi aðstæður þá setja þær ávallt öryggi sjúklinga í forgang. Þær hafa mikla þrautseigju, eru yfirvegaðar og gríðarlega lausnamiðaðar.“
Innlagnastjórar heiðraðir á ársfundi Landspítala 2024 from Landspítali on Vimeo.